8.1.05

Kemur einn þá önnur fer

Lífið er dularfullt. Eignaðist strák í fyrrakvöld og missti móður í gær. Mamma dó í gær. Í rúminu. Í svefni. Fundum hana kalda, bræðurnir. Halldóra látin. Dóra dáin. Mamma farin. Duh. Þetta er meiriháttar fokk. Ég kann ekkert á sorg og er frekar asnalegur allur. Dagurinn er 200 kg hnullungur sem ég reyni að velta ofan af mér. Nú fer Fiskiðjan líklega á hausinn þannig að þetta er ekki bara farg á okkur systkinin heldur bæjarfélagið í heild. Það vita allir sem vitað geta að það er mamma sem hefur haldið þessu fyrirtæki á floti undanfarin ár. Hún frétti af þeim nýfædda áður en hún fór. Smá huggun í því. Og fjölskyldan heldur hausafjölda sínum þrátt fyrir brottför ættmóðurinnar. Nú er að redda útför, krönsum og kistu, lækni, lögfræðingi og presti, öllum þessum fylgihlutum dauðans. Mikið drep sem hann er.

Comments:
Hugheilar samúðarkveðjur til þín, Böddi og systkina þinna, á þessari sorgarstund. Nú þegja krákurnar okkar, sem alla jafna krunka látlaust í garðinum okkar. Við höfðum orð á því í morgun, áður en ég sá þessar fréttir. Bestu kveðjur úr Kantaraborg. - Þröstur og Dóra
 
Þetta er ótrúlegt. Samhryggist, man.
 
Skrifa ummæli<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?