24.12.04

Heimskautajól

Heimskautajólin eru ekki svipur hjá sjón. Hér snjóar ekki lengur. Glansandi blautar hríslur og suðandi malbik meðfram sjónum. Bládagur dreginn yfir regndökka byggð og gular perur í garðinum. Gular og rauðar. Viddi etur kornfleks og Fréttablað undir sumarljósi í eldhúsinu. Mamma stendur fyrir pottum. Aðfangadagur á Króknum. Einhver hafði fyrir því að mála þessa mynd og stilla mér upp fyrir framan hana. Lífið berast manni á stórhátíðum. Ég hefði getað kvænst Sabine og flutt með henni til Göttingen, gerst amtsbókavörður og staðið mína aðfangadaga umvafinn slútandi stóreikum, steinþykkum siðmenningarhúsum og þýskum jólabrosum bryðjandi Stollen og Hölderlin... En einhver hafði annað í huga. Þetta. Glansandi blautar hríslur í ólesnum bæ.

Comments: Skrifa ummæli<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?