29.12.04

Bróðir minn Segulhjarta

Ögn meira félagslíf á manni nú þessa daga sem Viddi er hér. Sjarmurinn dró mig út á Hótel í kvöld. Helvíti gaman á Villunni eins og alltaf, rétt eins og áður fyrr (ég hef barasta andskotakornið ekki farið út á lífið síðan mér var sigað inn í mitt skúmaskot fyrir feilskot á Grettissundi (as in Ermasund) og það var í ágúst.) My season in hell seems over. Lenti ekkii í neinum ryskingum né orðaskaki. Gárunga-Rúna hvergi sýnileg. Bara karlar og karlafjör. Keli mildilega mjúkur eftir jólin, á góðri leið suður í meðferð sýnist okkur. Og sjálfur farinn að gíra sig upp. SaLíst samt ekkert of vel á Voginn. Ekki eins góður og hann var:

"Vonlaust að vera á Vogi núna. Svo mikið af eiturlyfjaliði þarna núna. Í gamla daga voru þetta bara góðir og gegnheilir alkar. Skemmtilegir og gáfaðir menn. Læknar og lögfræðingar. Engin miskunn. Ég var einu sinni á Sogni yfir jól. Bara mesti lúxus sem ég hef komist í. Jafnvel betra en á Balí."

Við skemmtum okkur helvítinu betur yfir speki Kelans og fórum sælir heim í háttinn. Viddi átti þó drulluerfitt með að yfirgefa staðinn þar sem dalían var... já segi ekki meir. Magnað með Vidda. Henn er með hjarta úr segulstáli. Mitt er úr rekavið. Maðksmognum og daufdumbum helvítis rekavið. Og við verandi bræður. Sjálfsagt er það þess vegna sem ég er eins og ég er. Bróðir minn er segulhjarta en sjálfur er ég svarthol. Stay away or you'll be sucked inside. (Afsakið, er drukkinn og þá vellur upp í mér enskan.) Hættur nú.

Comments:
Böddi, þetta ge
 
Ég skil ekki alveg þessa fordóma gagnvart Voginum. Eiturlyfjafólkið er upp til hópa prýðilegt. Það er ekkert að abbast upp á aðra heldur hímir hver í sínu horni með sína noju. Munur eða í gamla daga þegar senílir drykkjurútar héldu að þeir væru komnir í samkvæmi aldarinnar og sögðu manni sömu sögurnar aftur og aftur frá morgni til kvölds. Mér leiðist svona neikvæður áróður.
 
Ég skil ekki hvað þú ert að flagga þessum tilvitnunum í Nietzsche, væni minn. Það er mikil geðveiki í þeirri ætt og hefur verið lengi. Friðrik kallinn hefur blaktað á því að rithöfundar sem þykjast hafa lesið hann halda því fram að hann hafi verið mikill heimspekingur, og heimspekingar sem vita að hann var ekki heimspekingur fyrir fimm aura halda að hann hafi verið mikill rithöfundur. En þú ert náttúrulega að reyna að tolla í tískunni og jarma með hinum.
 
Skrifa ummæli<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?