3.11.04

Prjónlestur

Jæja, jæja, þá líður og bíður að mínum 38undu jólum á þessari roksælu jólakúlu og "jólabókaflóðið" að fara af stað. Bítur svosem ekki í okkur hér fyrir norðan. Við lesum um það eins og hvert annað Skaftárhlaup, hversdagslegar náttúruhamfarir í fjarlægum landshluta. Enginn helvítis höfundur sem nær að skrifa sig yfir Holtavörðuheiði þessi jólin frekar en önnur. (Þeir sem búa í 101 Reykjavík lesa 101 Reykjavík. Spitze.) Hér lesum við enda bara Skagfirsk "ljóð" og "sögur". Bókmenntalega séð erum við "sjálfbær". Enda er ekki lengur annað á boðstólum úti í Bókabúð sem þó er því miður hægt og hægt að fara í eyði. Og ekki fer ég út í Skagfirðingabúð til að kíkja á það litla sem sunnanflóðið skolar þangað. (Mér er ekki lengur hleypt þangað inn vegna þess að ég er ekki kommúnisti.) Þar eru þá helst reyfararnir. Íslenska glæpasagan, mein Loch. Skulda systir gleypir þær í sig eins og selur síld. Og ræpir þeim í rúmið. Kýs kiljurnar fram yfir harðspjöldin (betri fyrir meltingarkerfið hennar sem er orðið ansi úttaugað af sætáti). Systir mín er eins og þjóðin. Hún les reyfara af því að hún er hætt að prjóna í baðstofunni á kvöldin en verður samt að hafa eitthvað á milli handanna. Hún les ekki þessar bækur heldur prjónles.

Comments:
Fokins væl í þér Böddi. Arnaldur er rammur hér í Germaníu og 101 er költbók. Svo situr þú uppi i þinum þrönga og kalda Eldhúskróki og skammast út í þessa fínu landa þína. Grow up man, get a life, og reyndu að fylgjast með. Og plís, meðan ég man, ekki meira Sigurrósardiss. Drengirnir eru megastjörnur hér í stóra landinu. Við erum öll að kassa inn út á þá. (Nei, Böddi, enga íslenskukennslu hér). Ég fékk meira að segja á broddinn um daginn út á "Takk". Takk sagði ég nú bara. Bitte schön. Og. Fróuð jól, mein Freund.
 
komnmúnisti kjaftæði, ertu hálviti? Þér er ekki hleipt inn í Skaffó af því að þú ert svo ljótur. Luser.
 
Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?