1.10.04

"Logi"

Mamma er lengra leidd en ég hélt. Lengra leidd af Ríkissjónvarpinu. Hún kallaði mig Loga í kvöld. Leiðrétti sig svo og sagði "Nei, fyrirgefðu, Bogi." Svo þegar tíu-fréttir voru búnar heyrði ég að hún sagði aftur "Logi!", hélt greinilega að ég væri ennþá uppi. - Traurig. - Datt í hug að hringja upp á sjúkrahús en geri ekki ráð fyrir að sjúkraliðið hafi einhver ráð við þessari RÚVeiki sem hrjáir hana. Kannski ég reyni bara heimatilbúna meðferð á hana, setji upp fréttasett í eldhúsinu og leiki fyrir hana fréttir á hverju kvöldi, leiði hana þannig smaám saman frá skjáveruleikanum og inn í raunveruleikann. Nenni samt ekki að fara að leika einhverja lögguþætti fyrir hana eins og Laddi í akkorði. Logi kveður. Góða nótt. Fréttir verða sagðar á sama tíma annað kvöld.

Comments:
Böddi sorglegt að sjá þig gera grín að þinni eigin móðir. Gleimdi hún að skúra undir skrifborðinu þínu eða hvaÐ? Sumir kunna ekki þakklæti. Heiðra skaltu föður þinn og móðir.
 
Skrifa ummæli<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?