20.10.04

Ljóði lífs

Fjalla hér áfram um ljóðaþýðingar í ljósi síðustu færslu og kommenta frá helvítis vinum vorum (wiedergefundene Menschen) á meginlandinu. Málið með þýðingar er að ná ljóðinu lífs yfir á móðurmálið. Ekki dauðu heldur lífs. Svo það nái að anda á íslenskunni. Þá er alveg í lagi að víkja aðeins út frá orginalinum. HP finnst mér ekki nógu frjáls í sinni versjón, of bundinn af línum Hölla sem eru þó ansi frjálslegar í fasi. Um Hamborgarann er lítið að segja. Hann er náttúrlega að reyna að koma þessu yfir á vonlaust tungumál og því dæmdur til að láta sér mistakast. Samt, sé það tekið með í spilið, þá verður að segjast að þetta er fullkomlega andlaust hjá honum. Fullkomlega "holy-and-sober" eins og hann orðar það svo vel sjálfur. "And shade of the Earth" er samt botninn. Helvítis manninum er samt vorkunn. Hann er að reyna að yrkja ljóð á ensku sem tæknilega séð er auðvitað ekki hægt á þessum tímapunkti mannkynssögunnar.

Comments:
Hvað þikistu vera? Fokkhaus.
 
Skrifa ummæli<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?