19.9.04

Sunnanpóstur

Sunnapóstur. Um helvítis nótt. Stelst í opna tölvu hér í Klinkbankanum. Einhvern forsögulegan PC-garm inni á ónefndri vinnustofu. OK. Segi nú frá. Staðreynd málsins er sú að Elli leyfði mér að gista á vinnustofunni sinni hér í K&B, á einum gargandi fúlum dívangarmi sem ekki ófrægari maður en Hr. Prump á víst að hafa sofið á. Ég gef skít fyrir það. Og ég gef skít fyrir helvítis hljómsveit hans sem er að æra mig til helvítis. Nú klukkan 06.02 eru þeir enn að. Náði tveimur tímum af langþráðum lúr eftir heiftarlegt knæpurölt í stórborginni (Næsti, Grand, Ölstofa, Ölstofa, Grand, Sirkus) þegar fokk&fólin mættu og byrjuðu að reyna að ræsa þessa druslu sína. Hljóðkútslaus Trabant tryllti mig fram úr rúmi. Reyndi að flýja niður einhverja rangala og upp aðra en allt fyrir ekkert. Trabantinn spólar um allt hús. Fann þó að lokum hálfan Marlboro-pakka og opna tölvu. Sit hér og rutla reyk yfir bjórklístrað lyklaborð með fokk í eyrum. Legg ekki í að fara út af þí að Elli er með lykilinn og kann ekki við að vekja hann og Lilju. Nú heyrist í skrækjandi kvenfólki uppi. Merkilegt. Það skiptir engu máli hvað menn eru lélegir tónlistarmenn, alltaf eru til grúppíur. Melluþráin hefur engan tónlistarsmekk. Æ æ. Búinn að vera 1.5 daga í Rækjuvíkinni og strax að fríka út.

Comments: Skrifa ummæli<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?