18.9.04

Staðan

Staðan núna sú að Elli sá aumur á mér. Bauð mér að gista eftir frásögn mína af nótt með Trabant. Ég er því laus úr Klinkbankanum. Núna hjá Ella og Lilju á Hraunteignum. Reyklaust heimili. Elli þurfti að skreppa. Frekar vandræðaleg stund hjá okkur Lilju þannig að ég spurði hvort ég kæmist ekki á netið, hvar ég er nú. Liljan er frammi í eldhúsi að sýsla (undirbúa kvöldverð?) en ég hér inni í Arbeitzimmer ásamt bókakosti heimilisins. Mest einhverjar formdýrkandi listaverkabækur, Beuys og co. Furðulegt að Lilja sé á kafi í þessu. Alltof sexí fyrir þetta rugl. Verður örugglega komin út í hótelrekstur innan tíu ára. Vona bara að Elli fari ekki að sýna mér ljóðskúlptúrana sína. Hef sloppið hingað til. Heyri að hann er að koma. kveð í bili.

Comments: Skrifa ummæli<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?