5.9.04

Krúttin eru komin

Krúttin eru komin. Malla og Stefgjöldin eru mætt í bæinn. Álkast um göturnar eins og háaldraðar kryppukerlingar, með pappírsklemmur í augabrúninni og sigurrósir í hárinu. Sitja prjónandi úti í horni á KK og halda að við það breytist Krókur í Sirkus. Sötra unplugged te (ekki hitað í rafmagnskatli) og hvíslast á, hver sé tannlæknirinn hennar Garíbellu, hvað Björk borði í morgunmat og hvaða Trabant sé best að totta. Malla múmínálfur og Stebbi Dúllu. Halda að þau séu MENNINGARLEG innan um sveitalubbana þegar eina menning þeirra eru handprjónaðar ljóðabækur og sjálfdauft spiladósapopp. Hassið svæfði mína kynslóð. Sigur rós þessa.

Comments: Skrifa ummæli<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?