21.9.04

Hadegisverdur med Dr. Hook

Enn i baenum. Nu a nafnlausu kaffihusi i "undrað í leynum". (Thetta er tilvitnun i Olmar Pikur sem eg hefði alls ekki att að minnast a thvi nu ryðst hann enn inn a siðuna með allt sitt rembingsfulla andleysi. Liebe Freunde! Bitte nicht beobachten. Hann er vist med bok thessi jolin. Thannig ad astand hans a bara eftir ad versna.) Hitti Vidda brodur i hadeginu. Tok mig med ser i mat, átum einhvern skripafisk a stad sem heitir Fox eda Vox og er a gömlu Hotel Esju. Maturinn svo flottur ad madur veigradi ser vid thvi ad snerta hann. Og eintom fóstur a öllum borðum, fóstur í jakkafötum að ræða útrasina/innrásina í Pólland. Baugur fer fyrst og svo kemur KB banki i kjlölfarid... Bö bö bö. Viddi talaði bara um KVIKMYNDINA, sem hann vill nú að heiti Dr. Hook eða tha Sheepriverhook. Sat undir þessu bulli af blóðskyldurækninni einni saman. Myndin á að fjalla um Krokinn, ja. Thad er fullt af folki a ferli her i götunni, gengur til og frá, allir a svipinn einsog lif theirra skipti mali. Vitleysingar. Borgarvitleysingar. Madur tharf heilan fjord fyrir sig til ad hugsa skyrt. Borgir ala vitleysinga. Se i gegnum thetta allt. Samt ekki enn farinn til augnlæknisins. Med gleraugum mun eg sjalfsagt sja alla leid inn i netheima. Tha mun eg sja hvern thann sem situr og les mitt auma blogg. Gogg gogg.

Comments:
Heyrðu, hálfbróðir sæll, auðvitað læt ég af því að æpa hér og gaspra úr því þetta fer í þinn andlega taugrefta sal. Ég vissi ekki að ég væri svona rembingsfullur og andlaus, en svona virðist maður kannski öðrum vera. Sjálfsagt er andinn í manni svona vegna þess að líkaminn er kúguppgefinn eftir að hafa hjálpað Hasads með einiberjalundinn alla vikuna og á helgum þá halda pistasíuskógarnir í eigu dótturfélags Tüpras manni í heljargreipum frá morgni til kvölds. Það er þá alltaf gott að setjast hérna inn í innstu skonsuna og gapa aðeins framan í bróður sinn, rafrænt og óbanvænt, en auðvitað eru hundar einsog ég oft bráðari til eypsku en aðrir. Það vissirðu fyrir.

Og neinei, enga dýrðarinnar Myra-biskupa-bók, elsku vinur. Þú sérð um það og ævisöguhöfundur þinn. En ég skal þegja, - ég sendi þér þá bara póst með gamla laginu úr því þú vilt ekki kannast við mig fyrir allra augum. En auðvitað er það þannig að maður fer stundum dálítið upp af standinum af að þegja svona helvíti mikið á íslensku hérna í Tyrklandi. Ich geh kaputt. Gehst Du mit? Það er kannski komið að því að maður gleymi ykkar ylhýra og fari að lifa betur hérna megin.

Olmar

p.s. Furðulegt er það samt Böddi minn, hvernig sumum leyfist að hreyta skít í allt og alla með endalausri orðaleikja-gamansemi, en um leið og bróðir þinn mætir hér og nartar aðeins í hælsinina þá eru menn reiðari en býflugur að hausti. Hláturdósin er greinilega okkar annað heimili.
 
Skrifa ummæli<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?