26.9.04

Börn vaxa hraðar en tré í Skagafirði

Kominn aftur í Skammakrókinn. Með gleraugu í farteskinu. Les norðrið með augum suðursins. Svosem ágætis ferð þannig. Reyndar engin uppáferð en varð margs vísari á Bölstofum bæjarins. Kom þó mest á óvart hve mikil trjámenning er syðra. Allt vaðandi í haustlitum laufum. Reykjavík er laufborg. Það sér ekki í húsin fyrir görðum. Hér í Roklandinu þrífast engir stofnar. Man þegar mamma píndi mig fram í fjörð til að stunda þar skógrækt á ónefndum bæ. Sjö ára gamall látinn pína 25 cm langar hríslur í jörð. Nú, þrjátíu og einu ári síðar, eru þær 50 cm háar. Jafnvel börn vaxa hraðar en tré í Skagafirði. Trjárækt er ekkert fyrir okkur. Við erum meira fyrir hrossaræktina. Enda eina ræktin sem hægt er að stunda drukkinn.

Comments:
Helvítis kjaftæði í þér. Skagafjörður var eitt sinn skógi vaxinn frá toppi til tágar. Og verður það aftur. Sannaðu til. Þetta er bara helvitis rugl. Tré vaxa mjög vel hér. Og svo skaltu hætta að kalla héraðið Rokland þó svo að sú nafngyft hæfi þér og þínum vel. Ástandið sem er á þeim bænum. Það eru menn eins og þú sem ekki fara vel hér og eiga að halda sig í hæfilegri fjarlæð frá sönnum Skagfirðingum.
 
Skrifa ummæli<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?