11.9.04

11. september

Tveggja turna dagurinn er í dag. Tveggja stafa dagurinn er í dag. (Horfið á þessa frábæru tölu: ellefu: helvítis fegurð í þessu: eins og tveir skýjakljúfar. Og níu stafir í s e p t e m b e r. Alkæda snillingar.) Þrjú ár síðan. Tvíburarnir hans Bush féllu með bramli. Tvær tennur brotnuðu. Og ekki enn búið að smíða nýjar upp í skoffínið. Framtennurnar brotnar. Ameríka brosir ekki lengur. Bítur bara frá sér. Eða reynir. Reynir að bíta tannlausu biti. Tannlaus Tom Cruise. Tannlaus Tóm Krús. Ö. Ö. Heill sé þér bróðir bin Laden. Ich bin Laden. Ja. Látið færa mig á sýslumannsskrifstofuna í böndum. Komiði bara. Ég bíð.

Comments: Skrifa ummæli<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?