12.7.04

Licht bin ich

Sendur út í bakarí í morgun. Mamma sendir mig reyndar aldrei neitt en Skulda systir mætti óvart í það sem nýpakkið kallar "bröns" og heimtaði "horn og snúða". Hljómaði eins og "horn og hala". Fann fyrir hjartslætti fram eftir Aðalgötunni. Ekki vegna þess að ég mætti Lonely Mountain á leiðinni, sem ég reyndar gerði, heldur annars vegna: Der Sammer sammaði mig á dögunum fyrir pistilinn um "Bomsu-Birtu". Beygur bloggarans gerði vart við sig þegar ég steig inn í Die Backerei og sá að bjútíljónið Birta Stefáns var að afgreiða. (Best að ljúka því af strax: Mun ekki kalla þig Bomsu-Birtu aftur, elsku dúllan mín. Fyrirgefðu mér bloggnum manni.) Lét mig samt hafa það að biðja hana um horn og hala. "Hvað meinarðu?" Æ, þarna var ég kominn aftur í bomsuna, en leiðrétti mig snarlega - það var eins og ég hefði beyglað bros hennar. Að skilnaði og í sárabætur gaf ég henni sneið af köku meistarans:

"Licht bin ich: ach dass ich Nacht wäre! Aber diess ist meine Einsamkeit, dass ich von Licht umgürtet bin"

Neyddist ég reyndar til að þýða þetta fyrir hana á flíslensku:

"Ég heita Birta. Ég hefði frekar átt að heita Nótt. En svona er þetta bara. Ég verð víst að sætta mig við að vera birta í bomsu."

Guten Sonntag, meine Seelen. Montag verður schön. Unglingaarbeit macht frei.

Comments: Skrifa ummæli<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?