24.7.04

Laugarferð

Bara orðinn nokkuð ánægður með krakkana mína. Litli Kópur er reyndar samur við sig en Aron og Hilmir vita nú loksins um hvað kvæðið "Óhræsið" fjallar og á hvaða bæ í Skagafirði Jónas Hallgrímsson dvaldi sem drengur (Goðdölum, fávitar). Þá vann Hákon Tjörvi það mikla afrek að hnoða saman vísu í vikunni. Hún var að vísu rangstuðluð hjá honum en ég sleppti honum með það. Það gengur ekki eins vel með stelpurnar. Þær eru mér lokaður þjóðflokkur sem er buddutrúar og tignar guðinn Ómægod. Tilvonandi FNVaffarar. Samt hef ég nú ákveðið að gera vel við hópinn og er búinn að panta rútukálf hjá Hödda. Hann mun skutla okkur út í Grettislaug næsta fimmtudag. Hver veit nema maður taki snarpan Gretti.

Comments: Skrifa ummæli<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?