20.6.04

Maur

Móðir tók þennan sunnudaginn hjá Skuldu systur og mér var rambað upp. Datt í mig að hlusta á gamlan rykfallinn Requiem-disk sem ég og gerði. Sat í klukkutíma í stofunni með Mozart á hæsta og góndi á svartan skjá nefndan Sharp. Aldrei farið í gegnum allt stykkið þótt ég hafi átt diskinn í tíu ár og það var helvítis upplifun. Tónlistin gáraði húðina á mér eins og vindur vatn. Ég kom undan þessu eins og maur; skreið undan þessu eins og rauðleitur maur undan risafuru, marinn á sál. Gat ekki séð annað en að sjónvarpið væri ónýtt eftir þetta.

Mér leið eins og ég ætti skilið að lifa allavega eitt ár enn.

Comments: Skrifa ummæli<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?