11.6.04

Kvöldflapur

Í kvöld var fjörðurinn fögur veröld. Ég gekk niður á Sand og tók undir í sólarlagi. Sjórinn var sléttur sem svell og bráðið gull kvöldsólarinnar flæddi út yfir það, allt heim að fótum mér. Ég gapti góða stund þar til allur vindur var úr mér líka. Stóð bara þarna og naut þess að vera Skagfirðingur. Síðan kom það sem karlarnir kalla "kvöldflapur"; örlítil vindgola sem getur gert trillugárur á víðan fjörð en gerir annars engan skunda. Hún myndast vegna fuglafjörs: Mávarnir verða svo ölvaðir af fegurð að þeir fara allir á loft í einu. Vængjablak þeirra framkallar þetta sem karlarnir kalla kvöldflapur. Schön.

Siglfirðingar sjálfsagt ekki jafn heppnir. Manni Volgu er búinn að vera þar síðan í vor. Aldrei logn í kringum þann mann.

Comments: Skrifa ummæli<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?